Í gær kom stjórn félagsins saman í Stykkishólmi til þess að fara yfir mál félagsins og skipuleggja næstu vikur. Þetta var góður fundur þar sem mikilvæg mál voru rædd. Hér verður fundinum gerð skil í grófum dráttum.
Jón Pétur sá um fundarstjórn. Hann byrjaði á því að þakka stjórnarfólki fyrir gott starf og mikla virkni. # Mandy gjaldkeri fór yfir fjármál félagsins sem eru nokkuð góð. Það eru þó margar kostnaðarsamar framkvæmdir framundan og það þarf að halda vel um budduna. # Rætt var um heimasíðu félagsins sem er mjög gagnleg og mikið notuð, en hún er kostnaðarsöm fyrir félagið. Rætt var um það hvort það ætti að leggja hana niður til að spara pening en ekki var vilji fyrir því að svo stöddu. # Rætt var um vatnsveitumál. Búið er að sækja um framkvæmdaleyfi, búið er að kaupa efnið og fjármagna það. Búið er að fá verktaka til verksins og samkvæmt fundargerðum hjá Grundarfjarðarbæ er búið að samþykkja framkvæmdina. Biðin eftir framkvæmdaleyfinu hefur þó dregist á langinn og það er ljóst að ekki verður hægt að hefja framkvæmdir fyrr en næsta vor. # Jón Pétur lagði til að í nánustu framtíð verði ráðinn starfsmaður í hlutastarf hjá félaginu til þess að létta undir stjórn félgsins. Með auknum umsvifum og fjölgun félagsmanna hefur verkefnum stjórnar fjölgað ofan á önnur tímafrek verkefni s.s. skýrslugerð, umsóknir, tilnefningar, tölvupóstsamskipti, símsvaranir o.fl. Ekki var tekin afstaða til málsins að svo stöddu. # Arnar Geir og Gunnar sögðu frá PRS móti sem haldið verður í desember. Þetta verður fyrsta mótið í 2025 mótaseríunni og kemur í stað mótsins sem annars hefði verið haldið í maí 2025. # Ákveðið var að veita Heiðu Láru og Pétri Má viðurkenningu fyrir öflugt íþróttastarf og að vera fyrirmyndar félagsmenn. # Rætt var um nýja félagsheimilið sem við eigum samkvæmt afsali að fá afhent 1. júní 2025. Unnsteinn ætlar að kanna hvort að sú dagsetning standist eða hvort afhending frestist. Þá var ákveðið að panta nýja glugga og útihurð í nýja félagsheimilið og hafa það tilbúið þegar húsið fæst afhent. # Rætt var um öryggismyndavélar á æfingasvæðinu. Ákveðið var að leggja ídráttarrör í loftið í nýja skothúsinu fyrir nýju myndavélakerfi áður en gengið verður endanlega frá loftaklæðningu. # Rætt var um European Pro mótið í PRS sem haldið verður hjá okkur dagana 16.-17. ágúst 2025. Rætt var um gistingu, sjálboðaliða, salernismál, veitingar, leyfisveitingu o.fl. Ákveðið var að halda sérstakan fund fyrir þennan viðburð eftir áramótin. # Fundið slitið kl. 18:45.
Comments