top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Risastór tíðindi

Í byrjun þessa mánaðar bárust okkur þau risastóru tíðindi að European PRS Pro Series í PRS riffilskotfimi verður haldið hjá okkur dagana 16. og 17. ágúst 2025. Þetta mikil viðurkenningu fyrir æfingasvæðið okkar og mikil viðurkenning fyrir þá miklu uppbygginu sem hefur átt sér stað á æfingasvæðinu undanfarin ár.

Við erum staðráðin í að vanda vel til verka og erum nú þegar farin að funda og skipuleggja mótið ásamt PRS Ísland. Við áætlum að fá til okkar u.þ.b. 120 keppendur frá allri evrópu og víðar ásamt fylgdarliði. Það er því ljóst að næstu mánuðir verða mjög annasamir hjá okkur en jafnframt mjög spennandi.


4 views0 comments

Recent Posts

See All

Коментарі


bottom of page