top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Pétur Már valinn skotíþróttamaður HSH

Ársþing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) var haldið í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þann 26. apríl sl. Farið var yfir hefðbundin þingstörf og svo var íþróttafólk heiðrað fyrir góðan árangur á liðnu starfsári.


Pétur Már var útnefndur sem skotíþróttamaður HSH árið 2021 og óskum við honum innilega til hamingju. Pétur Már hefur stundað skotæfingar af miklum krafti og þrátt fyrir samkomubönn og keppnisbönn vegna heimsfaraldursins tókst Pétri að taka þátt á fjölda móta um allt land. Keppti hann m.a. á veiðirifflamóti á Húsavík þar sem hann náði 3. sæti í flokki óbreyttra riffla. Þar keppti hann einnig í flokki breyttra riffla og hafnaði í 7. sæti.


Á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri í BR50 náði hann einnig í bronsverðlaun bæði í sporter flokki og í LV flokki. Þrjú bronsverðaun á stuttum tíma, geri aðrir betur. Á sama móti hafnaði hann svo í 8. sæti í HV flokki.


Pétur Már keppti einnig á BR50 móti sem haldið var á Húsavík og þar gerði Pétur sér lítið fyrir og sigraði í LV flokki. Í Sporter flokki hafnaði hann í 4. sæti og í 6. sæti í HV flokki. Í lok júlímánaðar var Pétur Már mættur norður í land enn eina ferðina til þess að keppa á Akureyrarmestaramótinu í Silhouette þar sem skotið var úr standandi stöðu. Þar var keppnin hörð og spennandi og endaði Pétur það mót í 4.-5. sæti.


Tveimur vikum síðar var Pétur svo aftur mættur norður í land til þess að keppa á Veiðirifflamótinu á Akureyri. Skotið var úr liggjandi, krjúpandi og standandi stöðu og endaði Pétur Már í 4. sæti.


Tveimur vikum þar á eftir var Pétur Már mættur norður í land í 6. skipti á innan við 3 mánuðum. Þá keppti hann á móti sem heitir Akureyrarmeistarinn í Br50. Þar náði hann í bronsverðlaun í Sporter flokki og hafnaði í 6. sæti í Varmint flokki.


Ekki er allt upp talið ennþá en Pétur keppti einnig á öðrum mótum með góðum árangri s.s. Skemmtimóti Skofélags Kópavogs, Íslandsmeistaramótinu í loftskammbyssu í Egilshöll.

Það er ljóst að Pétur Már sem er tiltölulega nýlega byrjaður að stunda skotfimi á bjarta framtíð fyrir sér í þessari íþrótt og er öðrum iðkenndum fyrirmynd hvað varðar áhuga og ástundun.



13 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page