Síðastliðinn föstudag var haldið PRS mót á æfingasvæðinu okkar sem bar nafnið "Jólabjallan 2024". Þetta var síðasta mót ársins hjá okkur en jafnframt fyrsta mótið sem telur til stiga árið 2025 hjá PRS Ísland. Níu keppendur mættu til leiks en vetrar konungur réði ríkjum og aðstæður voru krefjandi. Gera þurfti hlé á keppninni af og til þegar verstu hríðirnar gengu yfir en mótið endaði þannig að Ármann náði fyrsta sæti, Bjarni var í öðru og Arnar í því þriðja. Við hlökkum til að ganga inn í nýtt ár saman og skipuleggja nýja viðburði á nýju ári og við sendum okkar bestu kveðjur til ykkar allra um gleðilegt nýtt ár.
top of page
bottom of page
Comentarios