Hið íslenska byssuvinafélag hélt nýlega upp á 30 ára félagsins á Grand Hótel. Félagið hefur staðið fyrir herrifflakeppnum sl. 30 ár og um nýliðna helgi hélt félagið mót á skotæfingasvæðinu okkar. Skotið var fríhendis á 100 m færi og á borði á 200 m færi úr rifflum sem framleiddir voru fyrir 1945.
Félagið mun svo fara í a.m.k. 2 veiðiferðir í ár, fá til sín kynningar á byssutengdu efni og halda fleiri skotkeppnir. Á öllum viðburðum er mikið lagt upp úr að borða villibráð sem þeir elda sjálfir eða fá til sín góða kokka.
Við þökkum HÍB fyrir heimsóknina og góða umgengni um æfingasvæðið.
Myndina tók Robert Schmidt.
Comments