Þá hafa okkar menn lokið fyrsta keppnsdegi. Okkar mönnum gekk öllum bara ágætlega. Þrautirnar voru virkilega vel heppnaðar og krefjandi aðstæður. Það var erfitt að lesa vindinn en námskeiðið sem þeir fóru á hjálpaði þeim mikið t.d. til að lesa tíbrána. Veðrið var mjög milt og gott þegar þeir byrjuðu um morguninn en svo fór sólin að skína og var hitastigið komið upp í 34 gráður þegar þeir kláruðum og það fóru því ansi margir lítrar af vatni yfir daginn.
Staðan er þannig eftir fyrsta dag í opna flokkinum að Arnar Geir er í 77. sæti með 49 hitt. Einar er í 87. sæti með 41 hitt. Jói er í 94. sæti með 37 hitt. Dúi er í 97. sæti með 31 hitt og Steinar Smári er í 103. sæti með 14 hitt. Íslenski hópurinn fær frídag í dag en keppa aftur á morgun mánudag.
Comments