top of page
Search
Writer's pictureskotgrundmot

Formannafundur með HSH

Síðastliðinn þriðjudag var haldinn formannafundur hjá HSH í Grunnskólanum í Stykkishólmi, en félagið okkar er eitt af mörgum aðildarfélögum HSH. Tveir fulltrúar frá okkar félagi sóttu fundinn en það voru þeir Arnar Geir formaður ásamt Jóni Pétri meðstjórnanda. Þar hittu þeir fyrir fulltrúa annarra aðildarfélaga ásamt stjórn HSH, fulltrúa frá ÍSÍ og einnig svæðisfulltrúa ÍSÍ/UMFÍ sem hóf störf fyrr á þessu ári.


Þetta var fínn fundur þar sem fulltrúar aðildarfélaganna ræddu um það hvert hlutverk HSH sé og hvernig HSH geti aðstoðað aðildarfélögin í þeirra starfi og uppbyggingu. Þá hélt Heiðar Már Björnsson, annar af tveimur svæðisfulltrúum Vesturlands stutta kynningu á þeirra starfi og hvernig þau geta aðstoðað íþróttafélögin. Það er hægt að lesa meira um það hér.


Þá var Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu veitt viðurkenning sem "Fyrirmyndahérað ÍSÍ". Það var Hörður Þorsteinsson gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem afhenti Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni formanni HSH viðurkenninguna.


3 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page